Heilsuskokk Garðasels

Í gær var hið árlega heilsuskokk leikskólans Garðasels en það er hluti af leiðum leikskólans í hreyfingu þar sem markmiðið er að auka gleði og vellíðan allra sem taka þátt. Farið var á Jaðarsbakkasvæðið á Akranesi og hlaupið hringinn í kringum grasvöllinn. Sumir hlupu nokkra hringi á meðan aðrir létu sér nægja að fara einn. Allir fengu verðlaunapening fyrir afrekið og ekki annað að sjá en börnin hafi verið göð með „Sollu stirðu-peninginn“ sem þau fengu í lokin.

Birt í Fréttir.