Velheppnaður aðalfundur

Aðalfundur Samtaka Heilsuleikskóla var haldinn mánudaginn 18. mars sl. og var góð mæting frá heilsuleikskólunum. Heilsuleikskólarnir eru orðnir 21 og þrír leikskólar eru á heilsubraut. Þessi fjölgun gerir það að verkum að samræður verða oft líflegar og hugmyndir um eflingu heilsustefnunnar verða fleiri.

Formaður Samtaka Heilsuleikskóla, Kristín Eiríksdóttir, fór yfir starfið í ársskýrslu og .Anna Árnadóttir, gjaldkeri, gerði grein fyrir ársreikningum. Báðar þessar skýrslur voru samþykktar samhljóða.

Stjórn samtakanna gaf kost á sér til áframhaldandi setu og mun því sitja áfram fram að  aðalfundi 2014. Rætt var um mikilvægi þess að fleiri kæmu að starfsemi samtakanna og voru félgasmenn hvattir til að íhuga stjórnarsetu á næsta ári.

Fundargerð aðalfundar hefur ekki borist enn en verður sett hér inn um leið og hún er tilbúin. Myndir frá aðalfundir eru komnar í myndamöppu.

Anna Árnadóttir, gjaldkeri, gerir grein fyrir ársreikningum

 

Birt í Fréttir.