Góðar niðurstöður úr viðhorfskönnun foreldra í heilsuleikskólanum Bæjarbóli

Foreldrakönnun er fastur liður í innra mati heilsuleikskólans Bæjarbóls í Garðabæ  og þetta árið voru foreldrar spurðir um samskipti, umönnun og upplýsingagjöf en það er samkvæmt matsáætlun  leikskólans. Í 18. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 er kveðið á um að hver leikskóli skuli meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfsins. Matið skal fara fram með fjölbreyttum hætti og skulu starfsfólk, foreldrar, börn og foreldraráð taka þátt í því eftir því sem við á. Könnunin var send foreldrum rafrænt eftir foreldasamtöl í mars og voru niðurstöðurnar greindar og ræddar á starfsmannfundi. Leikskólinn er  ánægður  með niðurstöðurnar en þær eru  góð endurgjöf fyrir starfsfólk leikskólans. Niðurstöðurnar má  á heimasíðu leikskólans http://www.baejarbol.is/frett?NewsID=16071

Birt í Fréttir.