Fífusalir taka þátt í nýju NordPlus verkefni

Í síðustu viku fóru Guðbjörg Lilja Svansdóttir og Carmen Valencia Palmero, deildarstjórar í Heilsuleikskólanum Fífusölum, til Stokkhólms til að vinna að nýju NordPlus-verkefni. Verkefnið ber yfirskriftina „Healthy and happy“ og er samstarfsverkefni Svíþjóðar, Finnlands og Íslands. Markmið verkefnisins eru:

– Að fræðast um heilbrigðan lífsstíl

– Að hvetja nemendur og kennara til að hreyfa sig og lifa heilbrigðu lífi

– Að fræðast um íþróttir og mat í samstarfslöndunum

– Að bæta enskukunnáttu

– Að fræðast um Norður-Evrópu

– Að skrásetja starfið þannig að úr verði hugmyndabanki fyrir alla samstarfsaðila

– Að fræðast um skóla, kennslu og menntakerfi í samstarfslöndunum

Endanleg útkoma verkefnisins er bloggsíða sem mun nýtast sem hugmyndabanki fyrir fræðslu um hreyfingu og heilsu. Hver skóli setur efni inn á síðuna amk tvisvar í mánuði og segir frá starfsemi sinni. Þannig geta skólarnir fylgst með starfsemi hvers annars og fengið innblástur og nýjar hugmyndir sem nýtast í kennslunni. Bloggsíðan er ennþá í mótun en hægt er að skoða hana hér:

http://nordplushealth.wordpress.com/

Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.