Leikskólinn Laufás stendur fyrir fjölþjóðlegum degi

Leikskólinn Laufás á afmæli í dag. 26 ár eru síðan hann var tekinn í notkun en hann er eini leikskólinn sem starfræktur er á Þingeyri. Árið 2008 fékk hann vígslu sem heilsuleikskóli og hefur verið virkur þátttakandi í Samtökum Heilsuleikskóla síðan þá.

Í tilefni afmælisins verður „fjölþjóðlegur dagur“ og opið hús. Slegið verður upp veislu þar sem foreldrar af ýmsum þjóðernum eru hvattir til að koma með mat í skólann, eitthvað sem er þjóðlegt þannig að fjölbreytileikinn verði sem mestur. Veislan hefst klukkan 9:30 og er opið fyrir alla (foreldra, afa og ömmur, vini og vandamenn).

Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.