Áhersluþættir Heilsustefnunnar

Samtök heilsuleikskóla hafa nú gefið út ritið „Áhersluþættir Heilsustefnunnar“. Ritið verður sent til allra heilsuleikskóla á landinu og verður aðgengilegt hér á vefnum. Markmið þessa rits er að ná fram sameiginlegri sýn á áhersluatriði heilsuleikskóla. Kennarar og foreldrar fara saman yfir áhersluþættina og varpa ljósi á hvernig hægt er að gera umhverfið hvetjandi fyrir börnin til aukinnar færni þeirra og þroska. Starfshóp ritsins skipuðu: Berglind Grétarsdóttir, Oddný Þóra Baldvinsdóttir, Ólöf Kristín Sívertsen og Sigrún Hulda Jónsdóttir.

Úr formála ritsins:

„Á aðalfundi Samtaka heilsuleikskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd árið 2010 minntist  undirrituð á það í framtíðarsýn sinni að Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík óskaði eftir að verða heilsuleikskóli. Heilsubók barnsins nær hins vegar einungis til barna á aldrinum tveggja  til sex ára og því væri þörf á að skipa starfshóp til að semja „Ungbarnaheilsubók“. Strax sýndu nokkrir kennarar áhuga á því að fara í þennan starfshóp og á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar samtakanna var skipað í hópinn.“

Unnur Stefánsdóttir, frumkvöðull Heilsustefnunnar, júní 2011

Áhersluþættir Heilsustefnunnar 2014

Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.