Tannverndarvika

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir árlegri tannverndarviku 2. til 7. febrúar 2015. Tannverndarvikan árið 2015 er helguð því að kynna landsmönnum mikilvægi þess að draga úr sykurneyslu. Kjörorð vikunnar er Sjaldan sætindi og í litlu magni.

Í tilefni þessa kynnir Embætti landlæknis nýjan vef, www.sykurmagn.is. Á vefnum eru myndrænar upp­lýsingar um viðbættan sykur í ýmsum matvælum, sætindum og sykruðum gos- og svaladrykkjum.

Annar liður í tilefni Tannverndarviku er útgáfa myndbandsins Sykur á borðum.  Í því er litið inn hjá fjölskyldu sem ætlar að eiga notalega stund við sjónvarpið. Myndbandið verður aðgengilegt á vef Embættis landlæknis frá 2. febrúar á slóðinni: http://www.landlaeknir.is/tannvernd.

Embætti landlæknis hvetur landsmenn til þess að draga úr neyslu gosdrykkja og gæta hófs í neyslu á sælgæti, kökum, kexi og ís auk þess að hirða tennurnar vel því þannig má stuðla að betri heilsu og betri tannheilsu.

Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.