Næringarstefna – fundur með fulltrúum Skóla ehf

Á aðalfundi Samtaka Heilsuleikskóla sem haldinn var 5. júní var samþykkt að leita til Skóla ehf um aðgang að næringarstefnu, matseðlum og þeim uppskriftum og næringarútreikningum sem liggja þar á bak við. Bréf var sent til Skóla ehf og leitað eftir samningum við fyrirtækið, þ.e.a.s. aðgang og greiðslu fyrir þann aðgang og notkun.

Þann  25. júní var fundur með Pétri Guðmundssyni og Ólöfu Sívertsen frá Skólum ehf, Ingunni Ríkhardsdóttur, Sigrúnu Huldu Jónsdóttur  og Kristínu Eiríksdóttur  frá Samtökum Heilsuleikskóla. Á þessum fundi var erindi Samtaka Heilsuleikskóla rætt og ef af yrði, með hvaða hætti slíkur aðgangur og notkun yrði. Ýmsar mögulegar útfærslur voru ræddar ásamt kostnaði fyrir aðgang.

Pétur, fyrir hönd Skóla ehf,  tók mjög vel í þessa beiðni og mun svara erindi Samtaka Heilsuleikskóla í síðasta lagi 15. ágúst nk.

Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.