Fundargerð stjórnar Samtaka Heilsuleikskóla 4. mars

Stjórn Samtaka Heilsuleikskóla fundaði þann 4. mars 2016  í Urðarhóli.

Mættir voru úr stjórn Samtak Heilsuleikskóla: Sigrún Hulda meðstjórnandi, Kristín gjaldkeri, Kristín formaður og Ólöf ritari, frá Skólum ehf voru Ólöf Kristín og Pétur mætt.

Efni fundarins var viðræður við fulltrúa Skóla ehf um kaup á matseðlum.

Kristín formaður sagði frá fundi með matarnefnd samtakanna sem haldinn var fyrr í vikunni. Hún ræddi samningsleið við Pétur og Ólöf frá skólum ehf. Niðurstaðan var að pakkinn væri einfaldur og stefnan héti Næringarstefna Samtaka Heilsuleikskóla.

Þeir skólar sem munu nýta sér matseðlana greiða til Skóla ehf fyrir sinn pakka. Skólar segja greiðslurnar eins sanngjarnar og hægt er.

Rætt var um hvort Ólöf frá Skólum og Rakel næringarráðgjafi kæmu á aðalfund samtakanna.

Rætt var um mysing af hverju hann er inni í matarstefnunni þar sem hann inniheldur mikið sykur magn. Umræða skapaðistu um að Grænmeti er notað sem álegg í nónhressingu.

Lögð verði áhersla á að saltmagn sé tekið fram í öllum uppáskriftunum

Rætt var um hvort kostnaðaraukning væri fyrir skólana við að hafa fisk 3x í viku, niðurstaðan var hjá skólum ehf að matarkostnaður hefur minnkað við notkun matseðlanna.

Næst á dagskrá er að útbúa samning og skrifa undir hann. Ákveðið var að undirskrift færi fram 15. mars klukkan 10:00 í leikskólanum Ársól, þeir sem mæta eru næringarnefnd og stjórn samtaka skólanna og fulltrúar frá Skólum ehf.

Auglýsa þarf í auglýsingu aðalfundar að skólar geti keypt aðgang að matarpakkanum á aðalfundinum.

Rætt var um heimasíðu samtakanna sem hefur legið niðri í ákveðinn tíma, Ingunn Ríkharðsdóttir mun skoða hvernig þetta mál mun þróast. Verða það Samtökin eða aðstandendur Unnar sem mun greiða fyrir heimasíðuna í framtíðinni. Rætt var um síðuna og hvaða tilgangi hún á að þjóna.

Rætt var um nafn á næringarstefnu, niðurstaðan varð Næringarstefna Samtaka heilsuleikskóla.

Vinna fyrir gátlista gengur mjög vel. Stjórnin mun hittast þegar vinnuhópur hefur lokið sinni vinnu.

Rætt var um að koma heilsubókinni yfir í App

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerð ritaði Ólöf Kristín Guðmundsdóttir ritari samtakanna.

 

 

Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.