Samningur um kaup á næringarstefnu undirritaður

Þriðjudaginn 15. mars s.l. var undirritaður samningur um kaup Samtaka Heilsuleikskóla að næringarstefnu Skóla ehf. Eftir undirritun þessa samnings eru Samtök Heilsuleikskóla komin með sameiginlega opinbera næringarstefnu. Fyrir þennan samning greiða Samtök Heilsuleikskóla 300.000 kr og geta nýtt hana sem sína eigin. Uppfærslur og breytingar,ef einhverjar verða, eru innifaldar í kaupverði.

Hver leikskóli getur síðan með 50.000 kr eingreiðslu keypt aðgang að matseðlum, uppskriftabanka og næringarútreikningum. Þeir heilsuleikskólar, sem kaupa þennan aðgang, geta fengið námskeið fyrir matráða sína gegn vægu gjaldi.

 

 

Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.