Fréttir frá stjórn

Stjórn Samtaka heilsuleikskóla hefur verið að vinna að ýmsum málum frá síðasta aðalfundi.

Eftirfarandi verkefni eru í farvegi:

Gjaldkeri –  Innheimta fer nú í gegnum bankaþjónustu og verða ársgjöld 2018, borðfáni og skjöldur rukkuð inn á þann hátt.

Borðfáni og skjöldur –  Ákveðið var að afhenda borðfána og skjöld á næsta aðalfundi til þeirra skóla sem hafa pantað.

Rafræn heilsubók- Búið er að semja við Matrix software til að setja upp Heilsubók barnsins í rafrænt form. Vinnan er þegar farin af stað og má vænta fyrstu skil til vinnuhóps í janúar. Draumastaðan er að verkefninu verði lokið fyrir aðalfund 2018.

Ráðstefna –Leikskólinn Krógaból hefur tekið að sér að sjá um ráðstefnu Samtaka Heilsuleikskóla á Akureyri laugardaginn 6. október 2018. Heilsuleikskólar eru beðnir að taka daginn frá og skoða möguleika að taka þátt. Laugardagur varð fyrir valinu til að hægt væri að færa t.d. skipulagsdag til að nýta í ráðstefnuna. Heyrum meira um málið síðar.

Leikskóli á heilsubraut-Leikskólinn Grandaborg í Reykjavík hefur gerst leikskóli á heilsubraut. Bjóðum Helenu Jónsdóttur, leikskólastjóra og hennar starfsfólki velkomin í hópinn.

Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.