Rafræn heilsubók og afhending matseðla

Föstudaginn 18. Janúar 2019 buðu Samtök Heilsuleikskóla til veislu í Heilsuleikskólanum Urðarhóli að tilefni afmælisdegi Unnar Stefánsdóttur frumkvöðuls Heilsustefnunnar. Þennan dag tók Samtök Heilsuleikskóla formlega við höfundarrétti uppskrifta og matseðla sem Skólar ehf gáfu fyrst út árið 2013. Samtök Heilsuleikskóla hafa nú þegar fengið næringarfræðing til að yfirfara og endurútgefa uppskriftir og átta vikna matseðil. Auk þess var rafræn Heilsubók kynnt. Elstu börn Heilsuleikskólans Urðarhóls sungu undr stjórn Birte Harksen. Við þökkum starfsmönnum Urðahóls fyrir yndislegar móttökur.

50309830_10215902192942131_8666883612622192640_n

50401222_10215902196502220_2051664078677475328_n

50463097_10215902198982282_8204376485939642368_n

50491077_10215902198102260_7664532292634673152_n

50497992_10215902195662199_4137798817548337152_n

50512679_10215902202742376_6430618163070631936_n

50519859_10215902195542196_1845581458937217024_n

50524999_10215902201022333_233883311687073792_n

50532313_10215902197662249_6688986159894233088_n

50537089_10215902194502170_67574429864951808_n

50610809_10215902200302315_5392234867788349440_n

50872821_10215902193742151_4320956628439400448_n

51045085_10215902202102360_1951960527479504896_n

Ráðstefna heilsuleikskólanna á Akureyri

Laugardaginn 6. október 2018 er boðið til veglegrar ráðstefnu heilsuleikskólanna í Brekkuskóla á Akureyri og hafa Krógaból Á Akureyri og Álfasteinn í Hörgárdal hafa veg og vanda af dagskránni. Hér má sjá auglýsingu ráðstefnunnar og þrátt fyrir að um 100 manns hafi skráð sig eru enn nokkur sæti laus.

Fréttir frá stjórn

Stjórn Samtaka heilsuleikskóla hefur verið að vinna að ýmsum málum frá síðasta aðalfundi.

Eftirfarandi verkefni eru í farvegi:

Gjaldkeri –  Innheimta fer nú í gegnum bankaþjónustu og verða ársgjöld 2018, borðfáni og skjöldur rukkuð inn á þann hátt.

Borðfáni og skjöldur –  Ákveðið var að afhenda borðfána og skjöld á næsta aðalfundi til þeirra skóla sem hafa pantað.

Rafræn heilsubók- Búið er að semja við Matrix software til að setja upp Heilsubók barnsins í rafrænt form. Vinnan er þegar farin af stað og má vænta fyrstu skil til vinnuhóps í janúar. Draumastaðan er að verkefninu verði lokið fyrir aðalfund 2018.

Ráðstefna –Leikskólinn Krógaból hefur tekið að sér að sjá um ráðstefnu Samtaka Heilsuleikskóla á Akureyri laugardaginn 6. október 2018. Heilsuleikskólar eru beðnir að taka daginn frá og skoða möguleika að taka þátt. Laugardagur varð fyrir valinu til að hægt væri að færa t.d. skipulagsdag til að nýta í ráðstefnuna. Heyrum meira um málið síðar.

Leikskóli á heilsubraut-Leikskólinn Grandaborg í Reykjavík hefur gerst leikskóli á heilsubraut. Bjóðum Helenu Jónsdóttur, leikskólastjóra og hennar starfsfólki velkomin í hópinn.