Föstudaginn 19. október mun Gerður Magnúsdóttir fulltrúi Landverndar afhenda Heilsuleikskólanum Urðarhóli Grænfánann. Boðið verður upp á heitt kakó og kleinur á milli kl 8:30 og 9:00.
Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Það sem af er árinu 2008 hafa 38 skólar fengið náð fyrir augum stýrihóps Landverndar um Grænfána og hafa fengið fána í vor eða fá hann í upphafi skólaárs í haust. Þetta eru 15 leikskólar, 22 grunnskólar og einn framhaldsskóli. 25 þessara skóla eru nú að fá sinn fyrsta fána en hinir að fá fána í annað, þriðja eða jafnvel fjórða skipti.