Ferilskrá

Menntun:

1969  Útskrifaðist frá Héraðsskólanum á Laugarvatni.

1970  Útskrifaðist frá Húsmæðraskóla Suðurlands.

1971  Almennt íþróttanám við Idræthøjskolen í Sønderborg.

1974  Fóstra frá Fósturskóla Íslands.

1984  Framhaldsnám í stjórnun og uppeldisfræði við Fósturskóla Íslands.

2004  Nám í stefnumiðaðri stjórnun við Háskóla Íslands.

 

Starfsferill:

1971-72  Aðstoðarkennari við Húsmæðraskólann á Laugarvatni.

1974-75  Fóstra og forstöðumaður leikskóla í Reykjavík.

1979-82  Umsjónarfóstra í Kópavogi.

1983-85  Starfaði við umferðarfræðslu barna.

1984-88  Dagvistunarfulltrúi Ríkisspítalanna.

1988-91  Verkefnisstjóri í Heilbrigðisráðuneytinu.

1991-95  Kennari í hagnýtri uppeldisfræði við Fósturskóla Íslands.

1995-2006  Leikskólastjóri við Heilsuleikskólann Urðarhól (Skólatröð).

2007-11  Framkvæmdastjóri Heilsustefnunnar hjá Skólum ehf.

 

Félagsstörf:

1973-74  Formaður nemendafélags Fósturskóla Íslands.

1974-76  Ritari Fósturfélags Íslands.

1979-85  Meðstjórnandi í Árnesingafélaginu í Reykjavík.

1982-85  Formaður Freyju, Félags framsóknarkvenna í Kópavogi

1983-93  Varaformaður og síðar formaður Landssambands Framsóknarkvenna.

1984-86  Formaður Íþróttaráðs Kópavogs.

1985-2002  Sat í miðstjórn, landsstjórn og framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins.

1987-95  Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins á Suðurlandi.

1995-99  Annar varaþingmaður Framsóknarflokksins á Reykjanesi.

1992-2001  Gjaldkeri Framsóknarflokksins.

1990-96  Varamaður í framkvæmdastjórn ÍSÍ.

1996-97  Aðalmaður í framkvæmdastjórn ÍSÍ.

1997-2002  Aðalmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

 

Ritstörf:

1984  „Sagan af Fíu Fjörkálfi“, barnabók fyrir Umferðarskólann.

1986  „Ási og Bína“, barnabók.

1989  „Manneldi og neysla“, rit á vegum Heilbrigðisráðuneytisins (ritstjóri).

2002  „Sjálfstæður fjárhagur – þróunar og nýbreytnistarf“, ritgerð.

2002  „Viðmið Heilsuleikskóla“, bæklingur í samstarfi við Menntamálaráðuneytið.

2004  „Heilsuleikskólinn Urðarhóll – stefnumótun“, ritgerð.

2006  „Heilsustefnan“, ritstjórn og útgáfa fyrir Heilsuleikskólann Urðarhól.

1986-2011  Fjöldi greina um þjóðfélags- og uppeldismál í dagblöðum.

 

Íþróttaafrek:

1981  Silfur í 400 og 800 m hlaupum á Landsmóti UMFÍ á Akureyri.

– Gull í 200 og 400 m hlaupum og 1000 m boðhlaupi á Bikarkeppni FRÍ.

1984  Gull í 800 og 1500 m hlaupum á Landsmóti UMFÍ í Keflavík.

– Gull í 800 og 400 m hlaupum á Meistaramóti Íslands.

– Gull í 4×400 m boðhlaupi, í Kalottkeppni Norðurlanda í Reykjavík.

1987  Gull í 4×400 m boðhlaupi á Meistaramóti Íslands.

1988  Gull í 4×100 og 1000 m boðhlaupum á Bikarkeppni FRÍ.

1990  Gull í 400 m hlaupi og 1000 m boðhlaupi á Landsmóti UMFÍ í Mosfellsbæ.

1991  Brons í 800 m hlaupi á HM öldunga.

1997  Gull í 800 m hlaupi og silfur í 400 m hlaupi á EM öldunga.

1981-1988  Átti sæti í íslenska landsliðinu í frjálsum íþróttum.

1964-1991  Sigraði 33 sinnum á héraðsmótum HSK.

1964-2007  Sigraði 60 sinnum á íþróttamótum ungmennafélaganna Samhygðar og Vöku.

2012  Unnur setti alls 33 HSK-met á íþróttaferlinum. Hún á ennþá HSK-met í 200, 300,

400, 600 og 800 m hlaupum, 200 m grindahlaupi, 1000 m boðhlaupi

og 4×400 m boðhlaupi.