Lög SHL

Lög samtaka Heilsuleikskóla

1.gr. Heiti

Samtökin heita Samtök Heilsuleikskóla.

2.gr. Heimilisfang

Heimili samtakanna og varnarþing er í Kópavogi.

3.gr. Markmið

Markmið samtakanna er að stuðla að heilsueflingu í leikskólum, gæta hagsmuna heilsuleikskóla, efla samheldni þeirra og  skapa vettvang til fræðslu og skoðanaskipta.

Markmiðum sínum hyggjast samtökin ná með því sem félagar ákveða á aðal- og félagsfundum og með þeim aðferðum sem árangursríkastar  þykir hverju sinni. Þannig munu samtökin m.a. halda félagsfundi, fræðslufundi og/ eða ráðstefnur.

4.gr. Aðild

Aðilar í samtökunum geta verið þeir skólar sem fengið hafa formlega viðurkenningu sem heilsuleikskólar. Aukaaðild með málfrelsi og tillögurétt hafa þeir leikskólar sem eru á Heilsubraut.  Umsóknir um aðild skulu afgreiddar á stjórnarfundi. Leikskólar á Heilsubraut greiða fyrir afnot af Heilsubók barnsins. Heilsubók barnsins mega einungis þeir leikskólar nota sem hafa fengið viðurkenningu sem heilsuleikskólar og leikskólar á Heilsubraut, enda hafi þeir greitt afnotagjald fyrir Heilsubók. Árgjald skal ákveðið á aðalfundi.  Þeir leikskólar sem hafa fengið vígslu sem heilsuleikskólar og koma inn fyrri helming árs, skulu greiða árgjald fyrir allt árið.  Þeir sem koma inn seinni hluta árs, greiða hálft árgjald. Árgjald miðast við almanaksárið.

5.gr. Ársreikningar

Reiknisár samtakanna er almanaksárið.  Reikningum skal lokað 14 dögum fyrir aðalfund og þeim skilað til skoðunarmanna Samtakanna.

6.gr. Félagsfundir og almennir fundir

Félagsfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.  Meirihluti atkvæða ræður úrslitum á félagsfundi, nema annað sé sérstaklega tekið fram í samþykktum.  Stjórn boðar til félagsfundar með tryggum hætti.

Rétt til setu á félagsfundum samtakanna hafa fulltrúar allra skóla sem hafa greitt félagsgjöld..  Hver skóli skal tilnefna einn fulltrúa og einn til vara.

Stjórn samtakanna er skylt að efna til almenns félagsfundar ef minnst 1/3 félagsmanna óska þess.

Almennir fundir og félagsfundir skulu auglýstir með tryggum hætti.

7.gr. Aðalfundur

Aðalfundur samtakanna skal haldinn fyrir 15. júní ár hvert. Dagskrá aðalfundar skal vera:

Skýrsla stjórnar

Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna

Umræður um skýrslu og reikninga

Lagabreytingar

Kosningar formanns og varaformanns

Kosning gjaldkera og ritara á oddatöluári

Kosning meðstjórnanda og varamanns á slétttöluári

Kosning tveggja skoðunarmanna

Önnur mál

8.gr. Stjórn

Stjórn samtakanna skipa fimm  menn, þ.e. formaður, varaformaður gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi.  Einn skal kjörinn til vara. Formaður og varaformaður skulu kjörnir á hverjum aðalfundi.  Gjaldkeri og ritari skulu kjörnir til tveggja ára í senn á oddatöluári.  Meðstjórnandi og varamaður skulu kjörnir til tveggja ára í senn á slétttöluári.

Stjórn samtakanna er í forsvari fyrir samtökin og ræður málefnum samtakanna með þeim takmörkunum sem samþykktir þessar setja.  Stjórnin er ábyrg fyrir fjárreiðum og skuldbindingum samtakanna.

Stjórnarfundi skal boða með tryggum hætti.  Formaður  boðar  stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir. Æskilegt er að varamaður sitji stjórnarfundi. Skylt er að halda stjórnarfund ef meirihluti óskar þess.  Stjórnarfundur er ályktunarhæfur ef minnst þrír sækja stjórnarfund. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum.  Ef atkvæði falla jöfn ræður atkvæði formanns

Gerðir stjórnar skulu bókfærðar.

9.gr. Breytingar á samþykktum

Samþykktum samtakanna verður aðeins breytt á aðalfundum.  Tillögum til lagabreytinga skal skila 7 dögum fyrir aðalfund til stjórnar og skal stjórn í fundarboði geta þess ef breytingartillaga hefur komið fram.

Nái breytingartillaga samþykki 2/3 hluta fundarmanna telst hún samþykkt.

 

10.gr. Slit á samtökum

Afgreiða skal tillögu um að slíta samtökunum eins og tillögu um breytingu á samþykktum, sbr.9. gr.  Við slit á samtökunum skulu eignir félagsins ef einhverjar eru renna til þeirra heilsuleikskóla sem aðild eiga að samtökunum.

11.gr. Brottrekstur

Stjórninni er heimilt að víkja félögum úr félaginu ef þeir gerast brotlegir við samþykktir félagsins.  Heimilt er að bera þá ákvörðun undir félagsfund, sem skal þá efna til eins fljótt og unnt er.

Samþykkt á aðalfundi Samtaka Heilsuleikskóla,  haldinn í Íþróttahúsinu við Sunnubraut, Reykjanesbæ þann 12. maí 2017.