Þann 13. júní sl. fékk ungbarnaleikskólinn Ársól viðurkenningu sem heilsuleikskóli. Ársól er 24. leikskólinn sem fær þessa viðurkenningu en jafnframt fyrsti ungbarnaleikskólinn á Íslandi. Nýr menntamála-ráðherra, Illugi Gunnarsson, flutti ávarp og Kristín Eiríksdóttir, formaður Samtaka heilsuleikskóla, afhenti Berglindi Grétarsdóttur skólastjóra Heilsufánann og viðurkenningarskjal. Eftir vígsluna var gestum boðið upp á léttar veitingar í anda heilsustefnunnar.
Ársól er tveggja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 9 mánaða til 3ja ára, sem starfar í Reykjavík á vegum Skóla ehf. Heimasíða Ársólar