Heilsuleikskólinn Kór fagnar 5 ára heilsustefnuafmæli.

Þann 1. desember 2013 fagnaði Heilsuleikskólinn Kór 5 ára heilsustefnuafmælinu sínu. Leikskólinn er 7 og ½ árs og hóf strax starfsemi sína sem leikskóli á heilsubraut en fékk nafnið Heilsuleikskóli árið 2008 og hefur flaggað fánanum síðan. Leikskólinn er með aðaláherslu á hreyfingu, listir og hollt mataræði. Öll börn fara í hreyfisal og listasmiðju einu sinni í viku í 30 – 40 mínútur í senn en yfir sumartímann færist hreyfisalur og listasmiðja út og eru þá með útinám. Nánasta umhverfi er nýtt í útinámið og má þar helst nefna móann, hverfið og Magnúsarlund.

Á heilsustefnuafmælisdaginn var rugldagur í leik barnanna og var í boði að ganga frjálst á milli allra deilda og hreyfisals. Inni á deildunum var mjög fjölbreytt starf í gangi, má þar nefna völundarhús, dúkamálningu, dans, bríólest, litir, ljósaborð og margt fleira. Búið var að setja upp þrautabraut inni í hreyfisal og voru börnin mjög spennt yfir því að komast í hana. Dagurinn var mjög skemmtilegur og fjörugur.

 

 

 

 

Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.