Á leikskólanum Heiðarseli í Reykjanesbæ hefur verið lögð sérstök áhersla á læsi og lestur. Það hefur skilað eftirtektarverðum árangri, þar sem almenna reglan er að við útskrift úr leikskólanum geti meirihluti nemenda í skólahóp lesið einfaldan texta. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanesbæjar þakkar þennan árangur markvissri vinnu kennara sem unnin er í góðri samvinnu við fjölskyldur barnanna. Gylfi Jón segir að leikskólar í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði starfi eftir sameiginlegri framtíðarsýn þar sem lögð sé sérstök áhersla á læsi og stærðfræði frá fyrsta degi skólagöngu. Það skili sér í því að nemendur komi nú betur undirbúnir undir grunnskólagöngu en áður, og árangur nemenda á Heiðarseli sé gott dæmi um það..
Eftirtektarverður árangur læsis í heilsuleikskólanum Heiðarseli
Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.