Starfsfólk Heilsuleikskólans Króks tók á dögunum þátt í átakinu „Hjólað í vinnuna“ sem Íþrótta- og ólympíusamband Íslands stendur að. Þau voru í flokknum 19-30 starfsmenn (fjöldi) og enduðu í 3. sæti en alls tóku 122 lið þátt í þeim flokki. Starfsfólkið er að vonum mjög ánægt með árangurinn en þær segjast þó langt í frá vera hættar og stefna ótrauðar á 1. sætið að ári.
Þess má geta að í þessu átaki ÍSÍ voru alls hjólaðir 734.946 km eða 548,88 hringir í kringum landið. Við það sparaðist um 118 tonn af útblæstri CO2 og rúmlega 70 þúsund lítrar af eldsneyti sem gera sparnað upp á 17 milljónir króna. Brenndar voru um 46 miljónir kaloría sé þessi vegalengd gengin en 24 milljónir kaloría sé þessi vegalengd hjóluð.