Í næstu viku, 29. september til 3. október, verður svokölluð Hreyfivika eða “Move week” í heilsuleikskólanum Háaleiti. Hreyfivikan er árlegur atburður og hluti af NowWeMOVE-herferðinni. Markmið hennar er að fá fleiri Evrópubúa til að stunda hreyfingu daglega. Það er áætlað að um 600 þúsund manns látist í Evrópu á ári vegna hreyfingarleysis og 2/3 fullorðinna ná ekki að mæta almennum ráðleggingum varðandi daglega hreyfingu.
Í ár ætlar Heilsuleikskólinn Háaleiti að taka þátt í þessari viku og hvetur alla foreldra til að gera slíkt hið sama. Allir foreldrar ættu að geta fundið 20 mínútur á dag þar sem þeir hreyfa sig létt með börnunum sínum.
Það er hægt að skoða dagskrá hreyfivikunnar með því að smella hér.
Með því að smella hér er hægt að sjá skemmtilegan leik sem er í gangi í hreyfivikunni.