Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2015-2016. Alls bárust 172 umsóknir til sjóðsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 360 millj. kr. Veittir voru styrkir til 45 verkefna að upphæð rúmlega 49. millj. kr.
9 leikskólar víðsvegar um landið fengu úthlutað úr sjóðnum í ár. Þar af eru 4 leikskólar sem kenna sig við Heilsustefnuna og einn sem er á heilsubraut, leikskólinn Krílakot á Dalvík. Ef Krílakot er tekinn með þá eru meira en helmingur þeirra leikskóla sem voru styrktir í ár núverandi eða verðandi heilsuleikskólar. Þetta er talsvert góður árangur
Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.
Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni:
– Ábyrgð á eigin námi: Styrkleikar nemenda og áhugasvið
– Hagnýtt læsi á öllum námssviðum
– Fjölmenningarlegt skólastarf
Stjórn sjóðsins er skipuð fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samstarfsnefnd háskólastigsins og mennta- og menningarmálaráðuneyti.