Síðastliðinn miðvikudag þann 11. desember sl. var leikskólinn Andabær á Hvanneyri vígður formlega sem heilsuleikskóli. Andabær varð þar með 25. heilsuleikskólinn hér á landi. Formleg úttekt var gerð á námskrá og áherslum hreyfingar, næringar og listsköpunar í starfi skólans og stóðst Andabær þá úttekt mjög vel.
Kristín Eiríksdóttir, formaður Samtaka heilsuleikskóla, færði Andabæ fána Heilsustefnunnar og flutt voru ávörp. Meðfylgjandi mynd tók Kristín Jónsdóttir þegar Valdís Magnúsdóttir leikskólastjóri dró fánann að húni.
Nýr heilsuleikskóli er boðinn velkominn í öflugan hóp okkar.