Dagana 27. jan. – 7. feb. verða heilsuvikur / tannverndarvikur í heilsuleikskólanum Kór í Kópavogi. Börnin munu m.a. fræðast um tennur og tannhirðu og hvað er hollt eða óhollt fyrir þau. Þau verða hvött til að koma einu sinni á þessu tímabili með ávöxt / grænmeti sem þeim finnst gott eða eitthvað framandi í leikskólann. Þessa vikur munu börnin fá að kynnast, fræðast, velta fyrir sér og smakka þá ávexti og grænmeti sem komið verður með. Einnig verður mikil áhersla lögð á hreyfingu, vettvangsferðir, útileiki og fræðslu um hvar og hvernig á að hreyfa sig