Nú er stjórn Samtaka Heilsuleikskóla búin að láta prenta fána Heilsustefnunnar. Heilsuskólarnir fá allir nýja fánann sem kostar 7.000 kr.
Fánin er ílangur með nafni Unnar Stefánsdóttur, frumkvöðuls og höfundar Heilsustefnunnar, ásamt upphafsári Heilsustefnunnar 1996.
Þegar rætt er um Heilsustefnuna eða vitnað í hana er mikilvægt að geta frumheimilda. Með því að hafa þessar grunnupplýsingar ásamt merki Heilsustefnunnar á fánanum er ólíklegra að stefnunni sé ruglað saman við aðrar stefnur sem komu á eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur.