Þrír nýir leikskólar á heilsubraut

Það er alltaf að fjölga í heilsuleikskóla-fjölskyldunni og nú hafa þrír nýjir leikskólar sótt um að verða heilsuleikskólar. Þessir leikskólar starfa allir á landsbyggðinni en í gegnum tíðina hefur Heilsustefnan verið mjög vinsæl á landsbyggðinni. Af þeim 25 leikskólum sem hafa tekið upp Heilsustefnuna eru 17 starfræktir á landsbyggðinni.

Nýju leikskólarnir þrír eru:

Krílakot og Kátakot á Dalvík (leikskólastjóri, Drífa Þórarinsdóttir)

www.dalvikurbyggd.is/krilakot/

Leikskólinn Brekkubær á Vopnafirði (leikskólastjóri, Sandra Konráðsdóttir )

www.leikskolinn.is/brekkubaer/

Leikskólinn Krílabær á Raufarhöfn (skólastjóri Elísabet Jörgensen, grunnskóla Raufarhafnar)

www.grunnskoli.raufarhofn.is/is/leikskolinn

Frá því að leikskóli hefur sótt um að verða heilsuleikskóli og þar til hann hefur fengið vígslu fær hann vinnuheitið Leikskóli á heilsubraut. Skólinn getur haft aukaaðild að Samtökum Heilsuleikskóla frá því að hann fer á heilsubrautina og þar til hann fær vígslu sem heilsuleikskóli. Þetta tímabil getur þó í hæsta lagi verið þrjú ár. Skólinn fær fulla aðild að Samtökum Heilsuleikskóla þegar vígsla hefur farið fram.

Leikskólinn þarf að vinna þannig að öllum markmiðunum sé náð. Heildarsýn skólans þarf að miðast við heilsueflingu í hvívetna. Kennarar í heilsuleikskóla verða að gera sér grein fyrir mikilvægi uppeldishlutverksins og tileinka sér jákvætt viðhorf gagnvart heilbrigðum lífsstíl.

Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.