Á síðasta aðalfundi var settur saman starfshópur til að skoða frekar sameiginlega næringarstefnu fyrir Samtök Heilsuleikskóla. Hópurinn hitti Pétur og Ólöfu hjá Skólum ehf í júní 2015 þar sem leitað var eftir samningum um hvort kaupa mætti næringarstefnu Skóla ehf, matseðla og uppskriftabankann á bak við seðlana. Þau tóku vel í þá hugmynd og hafa samskipti verið á milli aðila um þessi kaup. Stefnt er að fundi með þeim þar sem vonandi verður hægt að ganga frá þessum samningi og kaupum á pakkanum og ef það gengur eftir verður þetta kynnt á aðalfundi Samtaka Heilsuleikskóla 26. maí nk.