Föstudaginn 18. Janúar 2019 buðu Samtök Heilsuleikskóla til veislu í Heilsuleikskólanum Urðarhóli að tilefni afmælisdegi Unnar Stefánsdóttur frumkvöðuls Heilsustefnunnar. Þennan dag tók Samtök Heilsuleikskóla formlega við höfundarrétti uppskrifta og matseðla sem Skólar ehf gáfu fyrst út árið 2013. Samtök Heilsuleikskóla hafa nú þegar fengið næringarfræðing til að yfirfara og endurútgefa uppskriftir og átta vikna matseðil. Auk þess var rafræn Heilsubók kynnt. Elstu börn Heilsuleikskólans Urðarhóls sungu undr stjórn Birte Harksen. Við þökkum starfsmönnum Urðahóls fyrir yndislegar móttökur.