Íþróttadagur á Króki

Íþróttadagur Króks var haldinn hátíðlegur þann 15. júní. Í tilefni dagsins voru vígð ný vesti sem leikskólinn fékk frá TM.

Dagurinn byrjaði á hinu svokallaða „Krókshlaupi“, hlaupið var hringinn framhjá Nettó og verslunarmiðstöðinni og að leikskólanum aftur. Þegar komið var í leikskólann var boðið upp á ávexti og síðan var farið í leiki, í boði var til dæmis að sulla í sullukari, spila körfubolta, mála og margt fleira.

Í hádeginu voru grillaðir hamborgarar, boðið upp á grænmeti með og djús og vatn að drekka. Eftir hádegi fóru yngri börnin inn að hvíla sig og eldri fóru í sögustund. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel og tóku krakkar í Vinnuskóla Grindavíkurbæjar þátt í honum og eiga þau hrós skilið.

 

Birt í Fréttir.