Námskeið í skráningu í Heilsubók

Stjórn  Samtaka heilsuleikskóla hefur ákvað að halda í annað sinn námskeið fyrir skráningu í Heilsubók.  Í ár verður námskeið á Reykjanesinu þann 30. september frá kl. 9:00-11:00.  Staðsetning auglýst þegar tölur um þátttöku liggja fyrir. 

Sif Stefánsdóttir, aðst.skólastjóri í Garðaseli, Reykjanesbæ,  tekur á móti skráningum  

sif.stefansdottir@leikskolinngardasel.is

Fundargerð og árskýrsla frá Aðalfundi Samtaka Heilsuleikskóla

Fundargerð aðalfundar 2016         Ársskýrsla Samtaka heilsuleikskóla 2015-2016

Þann 26. maí sl var aðalfundur Samtaka heilsuleikskóla haldinn í Garðabæ og var það heilsuleikskólinn Bæjarból sem sá um fundinn. Kristín Eiríksdóttir, formaður, fór yfir starfsemi liðins starfsárs og ársreikningar voru lesnir upp. Gögn fundarins má sjá hér fyrir ofan.

 

 

Aðalfundur Samtaka Heilsuleikskóla

Aðalfundur Samtaka Heilsuleikskóla verður haldinn í Jötunheimum í Garðabæ kl. 9.30

Kl. 9:30  Mæting í leikskólann Bæjarból þar sem við skoðum leikskólann

Kl. 10:00  – 10:30   Kaffi og ávextir

Kl. 10.30  Stjórnarfundur í Skátaheimilinu Jötunheimum í Garðabæ (við hliðina á Bæjarbóli)

                Skýrsla stjórnar

                Stjórn leggur fyrir endurskoðaða reikninga samtakanna

                Umræður um skýrslu og reikninga

Kl: 11:30 Áfram haldandi aðalfundarstörf

                  Kosning stjórnarmanna

 Kl:12:00  Matur

Kl:12:45  Ólöf Kristín Sívertsen frá Skólum ehf. verður með kynningu á næringarstefnunni, matseðlum, uppskriftabanka og kynnir námskeið fyrir matráða.

Kl: 13:30   Önnur mál:

Gátlistar,  færa skráningu í heilsubókina í rafrænt form, einkenni  stefnunnar; skjöldur – borðfáni,   Ásta Katrín Helgadóttir frá Háaleiti verður með kynningu á Yap, Kynning á námskeiði um skráningu í Heilsubók.

Kl:15:00 Áætluð fundarlok                                        

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Kristínar á netfangið    kristin@arborg.is eða í síma 480-3250  fyrir þriðjudaginn 24. maí 2016.

Heilsukveðjur

Hlökkum til að sjá ykkur í Garðabæ.

Fundargerð stjórnar Samtaka Heilsuleikskóla 4. mars

Stjórn Samtaka Heilsuleikskóla fundaði þann 4. mars 2016  í Urðarhóli.

Mættir voru úr stjórn Samtak Heilsuleikskóla: Sigrún Hulda meðstjórnandi, Kristín gjaldkeri, Kristín formaður og Ólöf ritari, frá Skólum ehf voru Ólöf Kristín og Pétur mætt.

Efni fundarins var viðræður við fulltrúa Skóla ehf um kaup á matseðlum.

Kristín formaður sagði frá fundi með matarnefnd samtakanna sem haldinn var fyrr í vikunni. Hún ræddi samningsleið við Pétur og Ólöf frá skólum ehf. Niðurstaðan var að pakkinn væri einfaldur og stefnan héti Næringarstefna Samtaka Heilsuleikskóla.

Þeir skólar sem munu nýta sér matseðlana greiða til Skóla ehf fyrir sinn pakka. Skólar segja greiðslurnar eins sanngjarnar og hægt er.

Rætt var um hvort Ólöf frá Skólum og Rakel næringarráðgjafi kæmu á aðalfund samtakanna.

Rætt var um mysing af hverju hann er inni í matarstefnunni þar sem hann inniheldur mikið sykur magn. Umræða skapaðistu um að Grænmeti er notað sem álegg í nónhressingu.

Lögð verði áhersla á að saltmagn sé tekið fram í öllum uppáskriftunum

Rætt var um hvort kostnaðaraukning væri fyrir skólana við að hafa fisk 3x í viku, niðurstaðan var hjá skólum ehf að matarkostnaður hefur minnkað við notkun matseðlanna.

Næst á dagskrá er að útbúa samning og skrifa undir hann. Ákveðið var að undirskrift færi fram 15. mars klukkan 10:00 í leikskólanum Ársól, þeir sem mæta eru næringarnefnd og stjórn samtaka skólanna og fulltrúar frá Skólum ehf.

Auglýsa þarf í auglýsingu aðalfundar að skólar geti keypt aðgang að matarpakkanum á aðalfundinum.

Rætt var um heimasíðu samtakanna sem hefur legið niðri í ákveðinn tíma, Ingunn Ríkharðsdóttir mun skoða hvernig þetta mál mun þróast. Verða það Samtökin eða aðstandendur Unnar sem mun greiða fyrir heimasíðuna í framtíðinni. Rætt var um síðuna og hvaða tilgangi hún á að þjóna.

Rætt var um nafn á næringarstefnu, niðurstaðan varð Næringarstefna Samtaka heilsuleikskóla.

Vinna fyrir gátlista gengur mjög vel. Stjórnin mun hittast þegar vinnuhópur hefur lokið sinni vinnu.

Rætt var um að koma heilsubókinni yfir í App

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerð ritaði Ólöf Kristín Guðmundsdóttir ritari samtakanna.

 

 

Samningur um kaup á næringarstefnu undirritaður

Þriðjudaginn 15. mars s.l. var undirritaður samningur um kaup Samtaka Heilsuleikskóla að næringarstefnu Skóla ehf. Eftir undirritun þessa samnings eru Samtök Heilsuleikskóla komin með sameiginlega opinbera næringarstefnu. Fyrir þennan samning greiða Samtök Heilsuleikskóla 300.000 kr og geta nýtt hana sem sína eigin. Uppfærslur og breytingar,ef einhverjar verða, eru innifaldar í kaupverði.

Hver leikskóli getur síðan með 50.000 kr eingreiðslu keypt aðgang að matseðlum, uppskriftabanka og næringarútreikningum. Þeir heilsuleikskólar, sem kaupa þennan aðgang, geta fengið námskeið fyrir matráða sína gegn vægu gjaldi.