fundagerð – AÐALFUNDUR SAMTAKA HEILSULEIKSKÓLA
Category Archives: Fréttir og Kynningarefni
frettir
Rafræn heilsubók og afhending matseðla
Föstudaginn 18. Janúar 2019 buðu Samtök Heilsuleikskóla til veislu í Heilsuleikskólanum Urðarhóli að tilefni afmælisdegi Unnar Stefánsdóttur frumkvöðuls Heilsustefnunnar. Þennan dag tók Samtök Heilsuleikskóla formlega við höfundarrétti uppskrifta og matseðla sem Skólar ehf gáfu fyrst út árið 2013. Samtök Heilsuleikskóla hafa nú þegar fengið næringarfræðing til að yfirfara og endurútgefa uppskriftir og átta vikna matseðil. Auk þess var rafræn Heilsubók kynnt. Elstu börn Heilsuleikskólans Urðarhóls sungu undr stjórn Birte Harksen. Við þökkum starfsmönnum Urðahóls fyrir yndislegar móttökur.
Ráðstefna heilsuleikskólanna á Akureyri
Laugardaginn 6. október 2018 er boðið til veglegrar ráðstefnu heilsuleikskólanna í Brekkuskóla á Akureyri og hafa Krógaból Á Akureyri og Álfasteinn í Hörgárdal hafa veg og vanda af dagskránni. Hér má sjá auglýsingu ráðstefnunnar og þrátt fyrir að um 100 manns hafi skráð sig eru enn nokkur sæti laus.
Fundargerð aðalfundar Samtaka heilsuleikskóla
Aðalfundur Samtaka heilsusleikskóla var haldin í Hafnarfirði föstudaginn 8. júní. Á fundinum var unnin venjuleg aðalfundarstörf, skipað í stjórn og flutt skýrsla stjórnar og farið yfir ársreikninga. Hér fyrir neðan má sjá fundargerðina.Continue reading
Aðalfundur Samtaka heilsuleikskóla 8. júní
Föstudaginn 8. júní 2018 er boðaður aðalfundur Samtaka heilsuleikskóla og er fundurinn í umsjón Heilsuleikskólans Hamravalla í Hafnarfirði. Skráning skal liggja fyrir hjá Oddnýju ritara í síðasta lagi 29. maí. Sjá dagskrá aðalfundar og skólastjórar beðnir að kíkja á tölvupóst frá Oddnýju sem hefur sent ýmis önnur nauðsynleg gögn.
Fundargerð stjórnar
Þann 11. janúar 2018 var stjórnarfundur hjá Samtökum Heilsuleikskóla og fundargerð má nálgast hér fyrir neðanContinue reading
Fréttir frá stjórn
Stjórn Samtaka heilsuleikskóla hefur verið að vinna að ýmsum málum frá síðasta aðalfundi.
Eftirfarandi verkefni eru í farvegi:
Gjaldkeri – Innheimta fer nú í gegnum bankaþjónustu og verða ársgjöld 2018, borðfáni og skjöldur rukkuð inn á þann hátt.
Borðfáni og skjöldur – Ákveðið var að afhenda borðfána og skjöld á næsta aðalfundi til þeirra skóla sem hafa pantað.
Rafræn heilsubók- Búið er að semja við Matrix software til að setja upp Heilsubók barnsins í rafrænt form. Vinnan er þegar farin af stað og má vænta fyrstu skil til vinnuhóps í janúar. Draumastaðan er að verkefninu verði lokið fyrir aðalfund 2018.
Ráðstefna –Leikskólinn Krógaból hefur tekið að sér að sjá um ráðstefnu Samtaka Heilsuleikskóla á Akureyri laugardaginn 6. október 2018. Heilsuleikskólar eru beðnir að taka daginn frá og skoða möguleika að taka þátt. Laugardagur varð fyrir valinu til að hægt væri að færa t.d. skipulagsdag til að nýta í ráðstefnuna. Heyrum meira um málið síðar.
Leikskóli á heilsubraut-Leikskólinn Grandaborg í Reykjavík hefur gerst leikskóli á heilsubraut. Bjóðum Helenu Jónsdóttur, leikskólastjóra og hennar starfsfólki velkomin í hópinn.
Fundargerð stjórnar 26. september
Stjórn Samtaka heilsuleikskóla fundaði þann 26. september og hér fyrir neðan má nálgast fundargerðina.
Fundargerð stjórnar 27. júní 2017
Hér má nálgast fundargerð stjórnar Samtaka heilsuleikskóla frá 27.06.2017