Fundargerð og árskýrsla frá Aðalfundi Samtaka Heilsuleikskóla

Fundargerð aðalfundar 2016         Ársskýrsla Samtaka heilsuleikskóla 2015-2016

Þann 26. maí sl var aðalfundur Samtaka heilsuleikskóla haldinn í Garðabæ og var það heilsuleikskólinn Bæjarból sem sá um fundinn. Kristín Eiríksdóttir, formaður, fór yfir starfsemi liðins starfsárs og ársreikningar voru lesnir upp. Gögn fundarins má sjá hér fyrir ofan.

 

 

Aðalfundur Samtaka Heilsuleikskóla

Aðalfundur Samtaka Heilsuleikskóla verður haldinn í Jötunheimum í Garðabæ kl. 9.30

Kl. 9:30  Mæting í leikskólann Bæjarból þar sem við skoðum leikskólann

Kl. 10:00  – 10:30   Kaffi og ávextir

Kl. 10.30  Stjórnarfundur í Skátaheimilinu Jötunheimum í Garðabæ (við hliðina á Bæjarbóli)

                Skýrsla stjórnar

                Stjórn leggur fyrir endurskoðaða reikninga samtakanna

                Umræður um skýrslu og reikninga

Kl: 11:30 Áfram haldandi aðalfundarstörf

                  Kosning stjórnarmanna

 Kl:12:00  Matur

Kl:12:45  Ólöf Kristín Sívertsen frá Skólum ehf. verður með kynningu á næringarstefnunni, matseðlum, uppskriftabanka og kynnir námskeið fyrir matráða.

Kl: 13:30   Önnur mál:

Gátlistar,  færa skráningu í heilsubókina í rafrænt form, einkenni  stefnunnar; skjöldur – borðfáni,   Ásta Katrín Helgadóttir frá Háaleiti verður með kynningu á Yap, Kynning á námskeiði um skráningu í Heilsubók.

Kl:15:00 Áætluð fundarlok                                        

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Kristínar á netfangið    kristin@arborg.is eða í síma 480-3250  fyrir þriðjudaginn 24. maí 2016.

Heilsukveðjur

Hlökkum til að sjá ykkur í Garðabæ.

Fundargerð stjórnar Samtaka Heilsuleikskóla 4. mars

Stjórn Samtaka Heilsuleikskóla fundaði þann 4. mars 2016  í Urðarhóli.

Mættir voru úr stjórn Samtak Heilsuleikskóla: Sigrún Hulda meðstjórnandi, Kristín gjaldkeri, Kristín formaður og Ólöf ritari, frá Skólum ehf voru Ólöf Kristín og Pétur mætt.

Efni fundarins var viðræður við fulltrúa Skóla ehf um kaup á matseðlum.

Kristín formaður sagði frá fundi með matarnefnd samtakanna sem haldinn var fyrr í vikunni. Hún ræddi samningsleið við Pétur og Ólöf frá skólum ehf. Niðurstaðan var að pakkinn væri einfaldur og stefnan héti Næringarstefna Samtaka Heilsuleikskóla.

Þeir skólar sem munu nýta sér matseðlana greiða til Skóla ehf fyrir sinn pakka. Skólar segja greiðslurnar eins sanngjarnar og hægt er.

Rætt var um hvort Ólöf frá Skólum og Rakel næringarráðgjafi kæmu á aðalfund samtakanna.

Rætt var um mysing af hverju hann er inni í matarstefnunni þar sem hann inniheldur mikið sykur magn. Umræða skapaðistu um að Grænmeti er notað sem álegg í nónhressingu.

Lögð verði áhersla á að saltmagn sé tekið fram í öllum uppáskriftunum

Rætt var um hvort kostnaðaraukning væri fyrir skólana við að hafa fisk 3x í viku, niðurstaðan var hjá skólum ehf að matarkostnaður hefur minnkað við notkun matseðlanna.

Næst á dagskrá er að útbúa samning og skrifa undir hann. Ákveðið var að undirskrift færi fram 15. mars klukkan 10:00 í leikskólanum Ársól, þeir sem mæta eru næringarnefnd og stjórn samtaka skólanna og fulltrúar frá Skólum ehf.

Auglýsa þarf í auglýsingu aðalfundar að skólar geti keypt aðgang að matarpakkanum á aðalfundinum.

Rætt var um heimasíðu samtakanna sem hefur legið niðri í ákveðinn tíma, Ingunn Ríkharðsdóttir mun skoða hvernig þetta mál mun þróast. Verða það Samtökin eða aðstandendur Unnar sem mun greiða fyrir heimasíðuna í framtíðinni. Rætt var um síðuna og hvaða tilgangi hún á að þjóna.

Rætt var um nafn á næringarstefnu, niðurstaðan varð Næringarstefna Samtaka heilsuleikskóla.

Vinna fyrir gátlista gengur mjög vel. Stjórnin mun hittast þegar vinnuhópur hefur lokið sinni vinnu.

Rætt var um að koma heilsubókinni yfir í App

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerð ritaði Ólöf Kristín Guðmundsdóttir ritari samtakanna.

 

 

Samningur um kaup á næringarstefnu undirritaður

Þriðjudaginn 15. mars s.l. var undirritaður samningur um kaup Samtaka Heilsuleikskóla að næringarstefnu Skóla ehf. Eftir undirritun þessa samnings eru Samtök Heilsuleikskóla komin með sameiginlega opinbera næringarstefnu. Fyrir þennan samning greiða Samtök Heilsuleikskóla 300.000 kr og geta nýtt hana sem sína eigin. Uppfærslur og breytingar,ef einhverjar verða, eru innifaldar í kaupverði.

Hver leikskóli getur síðan með 50.000 kr eingreiðslu keypt aðgang að matseðlum, uppskriftabanka og næringarútreikningum. Þeir heilsuleikskólar, sem kaupa þennan aðgang, geta fengið námskeið fyrir matráða sína gegn vægu gjaldi.

 

 

Viðræður og samningar um næringarstefnu

Á síðasta aðalfundi var settur saman starfshópur til að skoða frekar sameiginlega næringarstefnu fyrir Samtök Heilsuleikskóla. Hópurinn hitti Pétur og Ólöfu hjá Skólum ehf í júní 2015 þar sem leitað var eftir samningum um hvort kaupa mætti næringarstefnu Skóla ehf, matseðla og uppskriftabankann á bak við seðlana. Þau tóku vel í þá hugmynd og hafa samskipti verið á milli aðila um þessi kaup. Stefnt er að fundi með þeim þar sem vonandi verður hægt að ganga frá þessum samningi og kaupum á pakkanum og ef það gengur eftir verður þetta kynnt á aðalfundi Samtaka Heilsuleikskóla 26. maí nk.

Aðalfundur er 26. maí n.k

Aðalfundur Samtaka heilsuleikskóla verður haldinn í Garðabæ fimmtudaginn 26. maí n.k. Dagskrá og fundarefni verða send út þegar nær dregur en aðalfundurinn er í höndum Heilsuleikskólans Bæjarbóls. Skráið dagsetninguna í dagbókina ykkar og takið daginn frá.

Næringarstefna – fundur með fulltrúum Skóla ehf

Á aðalfundi Samtaka Heilsuleikskóla sem haldinn var 5. júní var samþykkt að leita til Skóla ehf um aðgang að næringarstefnu, matseðlum og þeim uppskriftum og næringarútreikningum sem liggja þar á bak við. Bréf var sent til Skóla ehf og leitað eftir samningum við fyrirtækið, þ.e.a.s. aðgang og greiðslu fyrir þann aðgang og notkun.

Þann  25. júní var fundur með Pétri Guðmundssyni og Ólöfu Sívertsen frá Skólum ehf, Ingunni Ríkhardsdóttur, Sigrúnu Huldu Jónsdóttur  og Kristínu Eiríksdóttur  frá Samtökum Heilsuleikskóla. Á þessum fundi var erindi Samtaka Heilsuleikskóla rætt og ef af yrði, með hvaða hætti slíkur aðgangur og notkun yrði. Ýmsar mögulegar útfærslur voru ræddar ásamt kostnaði fyrir aðgang.

Pétur, fyrir hönd Skóla ehf,  tók mjög vel í þessa beiðni og mun svara erindi Samtaka Heilsuleikskóla í síðasta lagi 15. ágúst nk.

Fjórir heilsuleikskólar fá styrk úr Sprotasjóði

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2015-2016. Alls bárust 172 umsóknir til sjóðsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 360 millj. kr. Veittir voru styrkir til 45 verkefna að upphæð rúmlega 49. millj. kr.

9 leikskólar víðsvegar um landið fengu úthlutað úr sjóðnum í ár. Þar af eru 4 leikskólar sem kenna sig við Heilsustefnuna og einn sem er á heilsubraut, leikskólinn Krílakot á Dalvík. Ef Krílakot er tekinn með þá eru meira en helmingur þeirra leikskóla sem voru styrktir í ár núverandi eða verðandi heilsuleikskólar. Þetta er talsvert góður árangur

 

Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni:

– Ábyrgð á eigin námi: Styrkleikar nemenda og áhugasvið

– Hagnýtt læsi á öllum námssviðum

– Fjölmenningarlegt skólastarf

Stjórn sjóðsins er skipuð fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samstarfsnefnd háskólastigsins og mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Óvænt heimsókn í Kópavoginn

Á mánudaginn var komu þær Kristín Eiríksdóttir, formaður Samtaka Heilsuleikskóla, og Sigrún Hulda Jónsdóttir varaformaður, í kaffi á Kársnesbraut 99 í Kópavogi þar sem Unnur Stefánsdóttir bjó. Fjölskylda Unnar tók á móti þeim og voru heitar umræður fram eftir degi um málefni heilsuleikskólanna. Tilgangur heimsóknarinnar var að afhenda fjölskyldu Unnar nýja Heilsustefnu-fánann, sem er aldeilis glæsilegur. Hér má sjá þær Sigrúnu og Kristínu og Hákon Sigurgímsson, eiginmann Unnar, með nýja fánann.

Þrír nýir leikskólar á heilsubraut

Það er alltaf að fjölga í heilsuleikskóla-fjölskyldunni og nú hafa þrír nýjir leikskólar sótt um að verða heilsuleikskólar. Þessir leikskólar starfa allir á landsbyggðinni en í gegnum tíðina hefur Heilsustefnan verið mjög vinsæl á landsbyggðinni. Af þeim 25 leikskólum sem hafa tekið upp Heilsustefnuna eru 17 starfræktir á landsbyggðinni.

Nýju leikskólarnir þrír eru:

Krílakot og Kátakot á Dalvík (leikskólastjóri, Drífa Þórarinsdóttir)

www.dalvikurbyggd.is/krilakot/

Leikskólinn Brekkubær á Vopnafirði (leikskólastjóri, Sandra Konráðsdóttir )

www.leikskolinn.is/brekkubaer/

Leikskólinn Krílabær á Raufarhöfn (skólastjóri Elísabet Jörgensen, grunnskóla Raufarhafnar)

www.grunnskoli.raufarhofn.is/is/leikskolinn

Frá því að leikskóli hefur sótt um að verða heilsuleikskóli og þar til hann hefur fengið vígslu fær hann vinnuheitið Leikskóli á heilsubraut. Skólinn getur haft aukaaðild að Samtökum Heilsuleikskóla frá því að hann fer á heilsubrautina og þar til hann fær vígslu sem heilsuleikskóli. Þetta tímabil getur þó í hæsta lagi verið þrjú ár. Skólinn fær fulla aðild að Samtökum Heilsuleikskóla þegar vígsla hefur farið fram.

Leikskólinn þarf að vinna þannig að öllum markmiðunum sé náð. Heildarsýn skólans þarf að miðast við heilsueflingu í hvívetna. Kennarar í heilsuleikskóla verða að gera sér grein fyrir mikilvægi uppeldishlutverksins og tileinka sér jákvætt viðhorf gagnvart heilbrigðum lífsstíl.