Samtök heilsuleikskóla voru stofnuð í Kópavogi 4. nóvember 2005. Tilgangur samtakanna er að stuðla að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu, gæta hagsmuna heilsuleikskóla, efla samheldni þeirra og skapa vettvang til fræðslu og skoðanaskipta. Á stofnfundinn mættu leikskólastjórar þeirra fimm heilsuleikskóla sem þá voru búnir að fá formlega vígslu, Urðarhóll í Kópavogi, Krókur í Grindavík, Garðasel á Akranesi, Heiðarsel í Reykjanesbæ og Suðurvellir í Vogum.
Á fyrsta aðalfund Samtaka heilsuleikskóla sem var haldinn í Kópavogi 17. mars 2006 var Unnur Stefánsdóttir frumkvöðull stefnunnar kosin fyrsti formaður samtakanna.
Núverandi stjórn samtakanna skipa:
- Sigrún Hulda Jónsdóttir, formaður, sigrunhj@kopavogur.is
- Guðrún Sigurðardóttir, varaformaður, leikskoli@klaustur.is
- Þóra Sigrún Hjaltadóttir, gjaldkeri, thora.sigrun@skolar.is
- B. Sif Stefánsdóttir, ritari sifste@gmail.com
- Erla Stefanía Magnúsdóttir,meðstjórnandi, erlastef@kopavogur.is
- Hugrún Ósk Hermannsdóttir, varamaður, alfasteinn@horgarsveit.is
Skoðunarmenn reikninga eru Anna R. Árnadóttir, Krógabóli og Ingunn Sveinsdóttir, Garðaseli Akranesi