Garðasel verður heilsuleikskóli

Föstudaginn 5. október var leikskólinn Garðasel í Reykjanesbæ vígður sem heilsuleikskóli og er þar með orðinn hluti af samfélagi Samtaka heilsuleikskóla um allt land. Kristín Eiríksdóttir, formaður SHL, afhenti Ingibjörgu Guðjónsdóttur, leikskólastjóra Garðasels, fána Heilsustefnunnar og viðurkenningarskjal því til staðfestingar. Fullt var út úr dyrum og mætti m.a. bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon, og var hann fenginn til að halda á heilsufánanun á meðan Kristín útskýrði merkingu hans. Þetta má allt sjá í myndbandinu hér að ofan.

 

Birt í Fréttir.