Heilsubók Barnsins

Heilsubók barnsins

Heilsubók barnsins er gæðamatskvarði heilsuleikskóla og segir til um hvort settum markmiðum heilsustefnunnar er náð. Í þá bók eru skráðar ýmsar upplýsingar um barnið svo sem hæð og þyngd, heilsufar, fjarvera vegna veikinda, næring og svefn, leikur, félagsleg færni/lífsleikni, gróf- og fínhreyfigeta og þróun myndsköpunar.

Matsaðferðin felst í nákvæmri skráningu á þroska og færni barnsins. Tvisvar á ári eru börnin metin og árangurinn skráður í Heilsubók barnsins. Skráningin veitir kennurum haldbæran grunn í foreldrasamtölum sem gefur hlutlausa sýn á þroskasögu barnsins. Þessi leið gefur hlutlausa heildarsýn yfir stöðu barns í öllum þroskaþáttum. Heilsubók barnsins er í öllum tilfellum trúnaðarmál og eign barnsins.