Alþjóðadagur hreyfingar í Króki

Alþjóðadagur hreyfingar er föstudaginn 10. maí.  Árlega hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin aðildarþjóðir sínar til að halda alþjóðadag hreyfingar hátíðlegan. Tilgangur dagsins er að minna á lykilhlutverk daglegrar hreyfingar fyrir heilsu og vellíðan fólks á öllum aldri.

Í heilsuleikskólanum Króki var ákveðið að í tilefni dagsins yrði hreyfingin ofarlega á baugi þennan dag  og  öðrum í samfélaginu boðið að hreyfa sig með . Leikskólinn bauð upp á teygjuæfingar með starfsfólki bæjarskrifstofunnar, tók þátt í íþróttatíma með grunnskólabörnum, dansaði með starfsfólki verslunarmiðstöðvarinnar, gerði æfingar með starfsfólki og viðskiptavinum Landsbankans og æfðum pútt  á púttvellinum með eldri borgurum í Miðgarði. Starfsfólk leikskólans tekur þátt í átakinu Hjólað í vinnuna.

Birt í Fréttir, Uncategorized.