Heilsuleikskólinn Garðasel á Akranesi valin Stofnun ársins 2013

Heilsuleikskólinn Garðasel á Akranesi var annað árið í röð valin Stofnun ársins 2013 – í flokki minni stofnana ( 49 starfsmenn og færri). Leikskólinn hlaut einnig þessa viðurkenningu árið 2012

Leikskólinn og starfsfólk hans skapa þessa góðu niðurstöðu þar sem viðhorf, sem byggja á virðingu og umburðarlyndi barna og fullorðinna, eru leiðarljós í daglegu starfi og samskiptum.

Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins – Borg og bær 2013 voru kynntar, föstudaginn 24. maí. St.Rv. velur „Stofnun ársins – Borg og Bær“ í annað sinn. Stærsti hópur félagsmanna St.Rv. starfar hjá Reykjavíkurborg en auk þess starfa félagsmenn hjá fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstað, Seltjarnarneskaupstað,  ríki og fleirum.

Starfsmannafélag Akraneskaupastaðar er hluti af St.Rv og taka félagsmenn því þátt í þessari könnun sem er samstarfsverkefni VR, St.Rv og STFR og um leið stærsta vinnustaðakönnun sem framkvæmd er hér á landi. Í raun er það starfsfólk sem er að dæma gæði vinnustaða sinna út frá átta grunnþáttum. Spurt er um trúverðugleika stjórnenda, starfsanda á vinnustað, ánægju með launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar/vinnustaðar og ánægju og stolt af að vera starfsmaður á viðkomandi vinnustað. Einkunn er gefin fyrir hvern þátt frá einum og upp í fimm og saman mynda þær svo heildareinkunn

 

Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.