Krókur fær grænfánann í þriðja sinn

Þann 19. júní fékk heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík  Grænfánann afhentan í þriðja sinn. Gerður Magnúsdóttir frá Landvernd kom og afhenti  fánann og veitti skólanum alþjóðlega viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu. Með umhverfisstefnunni leikskólans er sýnt  gott fordæmi og börnunum kennt  að þau geta haft jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Þannig má hafa áhrif á að komandi kynslóðir læri að umgangast náttúruna af virðingu. Mikilvægt er að börn upplifi náttúruna af eigin raun og læri að njóta hennar sér til yndisauka. Í leikskólanum er stuðlað að virðingu barnanna fyrir náttúrunni og náttúruvernd og þeim séð fyrir fjölbreyttum möguleikum á að kynnast henni, veðrinu og árstíðunum í fjölbreytileika sínum. Eftir að Grænfánanum var flaggað gengum við fylktu liði í kyrrðardal leikskólans þar sem var sungið, gerðar teygjuæfingar og fengið sér hressingu. Myndir

Grænfáninn í Króki

 

Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.