Urðarhólshlaup í minningu Unnar

Heilsuleikskólinn Urðarhóll var með Urðarhólshlaupið á Rútstúni í dag. Hlaupið er haldið í minningu Unnar Stefánsdóttur sem er höfundur Heilsustefnunnar, fyrrum leikskólastjóri Heiluleikskólans Urðarhóls og einnig var hún mikill hlaupar. Unnur lést árið 2011 en það ár var fyrsta Urðarhólshlaupið haldið.
Markmið Heilsuleikskólans Urðarhóls er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun.
Í ár var í fyrsta skipti hlaupið í fimm hópum þ.e. b…örn fædd 2008, 2009, 2010, 2011 og svo kennarar. Mikil gleði og eftirvænting var hjá öllum hópum og kláruðu allir hlaupið með glæsibrag. Í lokin var brekkusöngur þar sem Unnar Stefánsdóttur var minnst og lagið Öxar við ánna var sungið.
Við í Urðarhóli viljum hvetja alla til að huga að heilsunni . Hvetjum foreldra til að hreyfa sig með börnum sínum, það eflir tilfinningartengsl fjölskyldunnar og er grunnur að góðri geðheilsu.

Sumar og heilsukveðjur
Kennarar í Heilsuleikskólanum Urðarhóli

Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.