Aðalfundur Samtaka heilsuleikskóla

Aðalfundur Samtaka heilsuleikskóla verður föstudaginn 12 .maí n.k. frá kl: 10.30-16.30 og er hann ætlaður leikskólastjórum og aðstoðarleikskólastjórum. Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um aðalfundinn en skráning á hann fer fram rafrænt oddny@vogar.is

Dagurinn byrjar á heimsókn og kynningu á starfi í Heilsuleikskólann Háaleiti. Síðan taka við hefðbundin aðalfundarstörf og þurfa tillögur að lagabreytingum að hafa borist sjö dögum fyrir aðalfund þ.e. í síðasta lagi 5. maí. Lögin má finna hér fyrir neðan til upplýsinga.

Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.