Rafræn heilsubók og afhending matseðla

Föstudaginn 18. Janúar 2019 buðu Samtök Heilsuleikskóla til veislu í Heilsuleikskólanum Urðarhóli að tilefni afmælisdegi Unnar Stefánsdóttur frumkvöðuls Heilsustefnunnar. Þennan dag tók Samtök Heilsuleikskóla formlega við höfundarrétti uppskrifta og matseðla sem Skólar ehf gáfu fyrst út árið 2013. Samtök Heilsuleikskóla hafa nú þegar fengið næringarfræðing til að yfirfara og endurútgefa uppskriftir og átta vikna matseðil. Auk þess var rafræn Heilsubók kynnt. Elstu börn Heilsuleikskólans Urðarhóls sungu undr stjórn Birte Harksen. Við þökkum starfsmönnum Urðahóls fyrir yndislegar móttökur.

50309830_10215902192942131_8666883612622192640_n

50401222_10215902196502220_2051664078677475328_n

50463097_10215902198982282_8204376485939642368_n

50491077_10215902198102260_7664532292634673152_n

50497992_10215902195662199_4137798817548337152_n

50512679_10215902202742376_6430618163070631936_n

50519859_10215902195542196_1845581458937217024_n

50524999_10215902201022333_233883311687073792_n

50532313_10215902197662249_6688986159894233088_n

50537089_10215902194502170_67574429864951808_n

50610809_10215902200302315_5392234867788349440_n

50872821_10215902193742151_4320956628439400448_n

51045085_10215902202102360_1951960527479504896_n

Óvænt heimsókn í Kópavoginn

Á mánudaginn var komu þær Kristín Eiríksdóttir, formaður Samtaka Heilsuleikskóla, og Sigrún Hulda Jónsdóttir varaformaður, í kaffi á Kársnesbraut 99 í Kópavogi þar sem Unnur Stefánsdóttir bjó. Fjölskylda Unnar tók á móti þeim og voru heitar umræður fram eftir degi um málefni heilsuleikskólanna. Tilgangur heimsóknarinnar var að afhenda fjölskyldu Unnar nýja Heilsustefnu-fánann, sem er aldeilis glæsilegur. Hér má sjá þær Sigrúnu og Kristínu og Hákon Sigurgímsson, eiginmann Unnar, með nýja fánann.

Vorhlaup Krógabóls

Í gær var Vorhlaup Krógabóls á Akureyri. Allar deildir leikskólans gengu frá leikskólanum og niður á hlaupabraut Þórs við Hamar. Þar tók Solla á móti öllum og var byrjað á því að hita upp og tóku allir þátt af miklum móð. Allir voru með og voru það verðlaunin, að taka þátt og gera sitt besta. Hér er hægt að skoða myndir úr hlaupinu og einnig myndband af upphituninni.

Alþjóðadagur hreyfingar í Króki

Alþjóðadagur hreyfingar er föstudaginn 10. maí.  Árlega hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin aðildarþjóðir sínar til að halda alþjóðadag hreyfingar hátíðlegan. Tilgangur dagsins er að minna á lykilhlutverk daglegrar hreyfingar fyrir heilsu og vellíðan fólks á öllum aldri.

Í heilsuleikskólanum Króki var ákveðið að í tilefni dagsins yrði hreyfingin ofarlega á baugi þennan dag  og  öðrum í samfélaginu boðið að hreyfa sig með . Leikskólinn bauð upp á teygjuæfingar með starfsfólki bæjarskrifstofunnar, tók þátt í íþróttatíma með grunnskólabörnum, dansaði með starfsfólki verslunarmiðstöðvarinnar, gerði æfingar með starfsfólki og viðskiptavinum Landsbankans og æfðum pútt  á púttvellinum með eldri borgurum í Miðgarði. Starfsfólk leikskólans tekur þátt í átakinu Hjólað í vinnuna.

Þemavinnan Álfar og tröll í heilsuleikskólanum Króki

Þemavinna heilsuleikskólans Króks  í vor hefur verið að vinna með álfa og tröll . Í listasmiðju hafa börnin verið  að hlusta á ýmsar álfa- og tröllasögur og skoða myndir af tröllum. Þau hafa  síðan unnið myndverk út frá sögunum og búið til álfa, lukkutröll og tröllapotta. Börnin hafa farið í vettvangsferðir út í hraun og fundið álfasteina. Þar hafa  þau lagt við hlustir til að athuga hvort þau heyri í álfum og töldu sig hafa  heyrt eitthvað. Einnig hafa þau verið að byggja álfahallir úr grjóti, spýtum og  öðru smálegu sem þau hafa fundið í umhverfinu. Í listasmiðju er lögð mikil  áhersla á ferlið en minni áhersla á útkomuna. Þar eru börnin að þjálfa  fínhreyfingar (t.d. að beita blýanti og skærum rétt), læra mismunandi aðferðir  og hugtök og æfa samvinnu. Skapandi vinna veitir börnum einnig vettvang til að  öðlast reynslu við að rannsaka umheiminn og með þeim hætti auka skynjun og næmi  fyrir umhverfinu. Í yfirmarkmiðum Heilsustefnunnar kemur fram að stefna skuli  af því að auka gleði og vellíðan.  Í  listsköpun hefur barnið vettvang til að tjá tilfinningar sínar og upplifun á  umheiminum, frjáls og óheft tjáning eykur líkurnar á að einstaklingi líði vel.

Sjá frekari frétt og myndir á heimasíðu leikskólans http://www.leikskolinn.is/krokur/