Leikskólar á Heilsubraut

Frá því að leikskóli hefur sótt um að verða heilsuleikskóli og þar til hann hefur fengið vígslu fær hann vinnuheitið Leikskóli á heilsubraut. Skólinn getur haft aukaaðild að Samtökum Heilsuleikskóla frá því að hann fer á heilsubrautina og þar til hann fær vígslu sem heilsuleikskóli. Þetta tímabil getur þó í hæsta lagi verið þrjú ár. Skólinn fær fulla aðild að Samtökum Heilsuleikskóla þegar vígsla hefur farið fram.

Leikskólinn þarf að vinna þannig að öllum markmiðunum sé náð. Heildarsýn skólans þarf að miðast við heilsueflingu í hvívetna. Kennarar í heilsuleikskóla verða að gera sér grein fyrir mikilvægi uppeldishlutverksins og tileinka sér jákvætt viðhorf gagnvart heilbrigðum lífsstíl.

Leikskóli á heilsubraut þarf að:

– skoða viðmið heilsuleikskóla og aðlaga starfshætti og umhverfi skólann að þeim

– aðlaga  skólanámskrá í anda markmiða heilsustefnunnar

– taka upp skráningar í heilsubók barnsins

– endurmeta matseðil og samsetningu hans þannig að hann taki mið af viðmiðum og markmiðum heilsuleikskóla

Þegar leikskólinn er tilbúinn, koma fulltrúar frá Samtökum Heilsuleikskóla og taka skólann og starfið út. Þegar öllum viðmiðum hefur verið náð fer fram vígsla þar sem Heilsuleikskólafáninn er dreginn að húni. Skólinn kaupir fána sem fulltrúi Samtakanna afhendir ásamt viðurkenningarskjali að þessu tilefni. Leikskóli getur sótt formlega um til stjórnar Samtaka Heilsuleikskóla að verða Leikskóli á heilsubraut á þar til gerðu umsóknareyðublaði  (pdf).

Leikskólar á heilsubraut