Um Samtök heilsuleikskóla

Samtök heilsuleikskóla voru stofnuð í Kópavogi 4. nóvember 2005. Tilgangur samtakanna er að stuðla að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu, gæta hagsmuna heilsuleikskóla, efla samheldni þeirra og skapa vettvang til fræðslu og skoðanaskipta. Á stofnfundinn mættu leikskólastjórar þeirra fimm heilsuleikskóla sem þá voru búnir að fá formlega vígslu, Urðarhóll í Kópavogi, Krókur í Grindavík, Garðasel á Akranesi, Heiðarsel í Reykjanesbæ og Suðurvellir í Vogum.

Fyrsti aðalfundur Samtaka heilsuleikskóla var haldinn í Kópavogi 17. mars 2006 og var Unnur Stefánsdóttir kosin fyrsti formaður þeirra. Fyrsta verkefni samtakanna var að endurskoða viðmið heilsuleikskóla sem voru samþykkt á fyrsta aðalfundi samtakanna. Næsta stóra verkefnið var að halda ráðstefnu fyrir allt starfsfólk skólanna 10. október 2008 í Reykjanesbæ. Efni ráðstefnunnar var andleg og líkamleg vellíðan kennara í heilsuleikskólum.

Á árinu 2008 var hafin endurskoðun á Heilsubók barnsins og viðmiða fyrir heilsuleikskóla ásamt því að undirbúa heilsubrautina, sem er sú leið sem skólar fara sem eru að undirbúa sig fyrir heilsustefnuna. Endurskoðuð viðmið og heilsubók barnsins voru samþykkt á aðalfundi í Reykjanesbæ í mars 2010 og kynnt formlega á fimm ára afmæli samtakanna þann 4. nóvember 2010.

Núverandi stjórn samtakanna skipa:

 

 

Skoðunarmenn reikninga eru Anna R. Árnadóttir, Krógabóli og Ingunn Sveinsdóttir, Garðaseli Akranesi