Fréttir af aðalfundi Samtaka heilsuleikskóla

Aðalfundur Samtaka heilsuleikskólanna var haldinn í Kópavogi mánudaginn 24. mars sl. Hér eru nokkrir punktar frá fundinum en formleg fundargerð hans verður fljótlega sett inn á síðuna.

Lögunum var breytt á tvennan hátt. Í fyrsta lagi var samþykkt breyting á tímasetningu aðalfundar og hann skal nú fara fram í júní. Þá var gr. 4 breytt þannig að yfirheiti hennar er nú Aðild, réttindi og skyldur, greinin er orðin tvískipt ( a og b ) –  í b.hlutanum er tekið á heilsubók barnsins og sett í lögin að hún sé eign Samtaka Heilsuleikskóla og einungis þeir skólar, sem eiga aðild að samtökunum, sé heimilt að nota hana. Töluverð umræða hefur verið um hvernig megi skilgreina þessa notkun og hvernig eigi að fara með þá skóla, sem hætta sem heilsuleikskólar en hafa notað bókina og einnig leikskóla á heilsubraut, sem ákveða að klára ekki ferlið. Góð sameiginleg sýn á þennan þátt

 Búið er að ákveða sameiginlegan vinnufund 2. júní á Eyrarbakka kl : 10.00-16.00  þar sem vinna á sérstaka gátlista um grunnþætti heilsustefnunnar, hreyfingu / næringu / listsköpun. Gert er ráð fyrir 40 – 60 manna vinnufundi. Skráning á vinnufundinn verður hjá formanni, Kristínu Eiríksdóttur á netfangið arbaer@arborg.is

Þá er kallað eftir athugasemdum um heilsubókina, ef einhverjar eru, því alltaf þarf að vera á tánum með hana, en sett var þau tímamörk við síðustu endurskoðun að árið 2014 yrði farið yfir bókina aftur  –  nauðsynlegt að halda faglegri umræðu vel á lofti og standa vörð um grunngildi bókarinnar. Mikilvægt að kennarar sem eru að skrá í bókina hafi tækifæri til að koma með fyrirspurnir eða athugasemdir ef einhverjar eru.

Nokkrir heilsuleikskólar eru þátttakendur sem tilraunaskólar í því verkefni og taka þátt í vinnu að gátlistum, sem gerðir verða fyrir átta grunnþætti í verkefninu. Verkefnið felur í sér  gerð handbókar sem síðar verður aðgengileg og leikskólar geta sótt um styrk til að innleiða verkefnið inn í skólastarfið.Sumir eru hugsi yfir þessu m.a. hvernig við ætlum að  halda sjó í leikskólasamfélaginu þegar heilsueflandi leikskólar verða til – hver er munurinn á þeim og heilsuleikskólunum,  það er heilsubókin en verður kannski lítið meira. Hvernig eflum við umræðuna og upplýsingarnar um heilsuleikskólana í samfélaginu ?  Þá situr það enn í þeim sem komu að stofnun Samtaka heilsuleikskóla og  leituðu ítrekað með Unni Stefánsdóttur, formanni,   að samvinnufleti við Lýðheilsustöð og Landlæknisembættið á fyrstu árum samtakanna, án  árangurs. Ólíkar skoðanir voru á fundinum í þessu máli – sumum finnst þetta tækifæri til að efla heilsuvitund í leikskólum en aðrir eru meira hugsi yfir þessum nýja vinkli.

Birt í Fréttir, Fréttir og Kynningarefni.