Á síðasta aðalfundi var settur saman starfshópur til að skoða frekar sameiginlega næringarstefnu fyrir Samtök Heilsuleikskóla. Hópurinn hitti Pétur og Ólöfu hjá Skólum ehf í júní 2015 þar sem leitað var eftir samningum um hvort kaupa mætti næringarstefnu Skóla ehf, matseðla og uppskriftabankann á bak við seðlana. Þau tóku vel í þá hugmynd og hafa samskipti verið á milli aðila um þessi kaup. Stefnt er að fundi með þeim þar sem vonandi verður hægt að ganga frá þessum samningi og kaupum á pakkanum og ef það gengur eftir verður þetta kynnt á aðalfundi Samtaka Heilsuleikskóla 26. maí nk.
Author Archive: ingunn.rikhardsdottir
Næringarstefna – fundur með fulltrúum Skóla ehf
Á aðalfundi Samtaka Heilsuleikskóla sem haldinn var 5. júní var samþykkt að leita til Skóla ehf um aðgang að næringarstefnu, matseðlum og þeim uppskriftum og næringarútreikningum sem liggja þar á bak við. Bréf var sent til Skóla ehf og leitað eftir samningum við fyrirtækið, þ.e.a.s. aðgang og greiðslu fyrir þann aðgang og notkun.
Þann 25. júní var fundur með Pétri Guðmundssyni og Ólöfu Sívertsen frá Skólum ehf, Ingunni Ríkhardsdóttur, Sigrúnu Huldu Jónsdóttur og Kristínu Eiríksdóttur frá Samtökum Heilsuleikskóla. Á þessum fundi var erindi Samtaka Heilsuleikskóla rætt og ef af yrði, með hvaða hætti slíkur aðgangur og notkun yrði. Ýmsar mögulegar útfærslur voru ræddar ásamt kostnaði fyrir aðgang.
Pétur, fyrir hönd Skóla ehf, tók mjög vel í þessa beiðni og mun svara erindi Samtaka Heilsuleikskóla í síðasta lagi 15. ágúst nk.
Nýr fáni Heilsustefnunnar og heilsuskóla
Nú er stjórn Samtaka Heilsuleikskóla búin að láta prenta fána Heilsustefnunnar. Heilsuskólarnir fá allir nýja fánann sem kostar 7.000 kr.
Fánin er ílangur með nafni Unnar Stefánsdóttur, frumkvöðuls og höfundar Heilsustefnunnar, ásamt upphafsári Heilsustefnunnar 1996.
Þegar rætt er um Heilsustefnuna eða vitnað í hana er mikilvægt að geta frumheimilda. Með því að hafa þessar grunnupplýsingar ásamt merki Heilsustefnunnar á fánanum er ólíklegra að stefnunni sé ruglað saman við aðrar stefnur sem komu á eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur.
Garðasel á Akranesi fagnar 23 ára afmæli
Mánudaginn 1. september fagnaði Garðasel á Akranesi 23ja ára afmæli sínu og var blásið til búningadags í tilefni dagsins. Margar verur voru á kreiki í leikskólanum þennan dag, margir íþróttaálfar og Sollur mættu, Batman, köngulóarmaðurinn, Súpermann, trúðar, prinsar og prinessur, Lína Langsokkur og margir margir fleiri. Um morguninn var sameiginleg afmælisstund á Skála þar sem marserað var um skólann og síðan var dansað og sungið.
Nýr leikskóli í Samtök Heilsuleikskóla
1. september 2014 sótti Friða E. Jörgensen skólastjóri grunnskólans Raufarhöfn um að leikskólinn Krílabær á Raufarhöfn verði leikskóli á Heilsubraut.
Leikskólinn Krílabær er boðinn velkominn í Samtök Heilsuleikskóla. Hægt er að skoða heimasíðu Leikskólans krílabæjar hér http://www.nordurthing.is/is/thjonusta/menntun/leikskolar/krilabaer
Urðarhólshlaup í minningu Unnar
Heilsuleikskólinn Urðarhóll var með Urðarhólshlaupið á Rútstúni í dag. Hlaupið er haldið í minningu Unnar Stefánsdóttur sem er höfundur Heilsustefnunnar, fyrrum leikskólastjóri Heiluleikskólans Urðarhóls og einnig var hún mikill hlaupar. Unnur lést árið 2011 en það ár var fyrsta Urðarhólshlaupið haldið.
Markmið Heilsuleikskólans Urðarhóls er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun.
Í ár var í fyrsta skipti hlaupið í fimm hópum þ.e. b…örn fædd 2008, 2009, 2010, 2011 og svo kennarar. Mikil gleði og eftirvænting var hjá öllum hópum og kláruðu allir hlaupið með glæsibrag. Í lokin var brekkusöngur þar sem Unnar Stefánsdóttur var minnst og lagið Öxar við ánna var sungið.
Við í Urðarhóli viljum hvetja alla til að huga að heilsunni . Hvetjum foreldra til að hreyfa sig með börnum sínum, það eflir tilfinningartengsl fjölskyldunnar og er grunnur að góðri geðheilsu.
Sumar og heilsukveðjur
Kennarar í Heilsuleikskólanum Urðarhóli
Gögn frá aðalfundi Samtaka heilsuleikskóla 2014
Fundargerð aðalfundrar 2014 Ársskýrsla Samtaka Heilsuleikskóla 2013 – 2014
Á aðalfundi Samtaka heilsuleikskóla í Kópavogi 24. mars sl. gerði Kristín Eiríksdóttir, formaður, grein fyrir starfi samtakanna og las ársskýrsluna fyrir starfsárið 2013 – 2014 sem má nálgast hér fyrir ofan ásamt fundargerð aðalfundar 2014.
Fréttir af aðalfundi Samtaka heilsuleikskóla
Aðalfundur Samtaka heilsuleikskólanna var haldinn í Kópavogi mánudaginn 24. mars sl. Hér eru nokkrir punktar frá fundinum en formleg fundargerð hans verður fljótlega sett inn á síðuna.
Lögunum var breytt á tvennan hátt. Í fyrsta lagi var samþykkt breyting á tímasetningu aðalfundar og hann skal nú fara fram í júní. Þá var gr. 4 breytt þannig að yfirheiti hennar er nú Aðild, réttindi og skyldur, greinin er orðin tvískipt ( a og b ) – í b.hlutanum er tekið á heilsubók barnsins og sett í lögin að hún sé eign Samtaka Heilsuleikskóla og einungis þeir skólar, sem eiga aðild að samtökunum, sé heimilt að nota hana. Töluverð umræða hefur verið um hvernig megi skilgreina þessa notkun og hvernig eigi að fara með þá skóla, sem hætta sem heilsuleikskólar en hafa notað bókina og einnig leikskóla á heilsubraut, sem ákveða að klára ekki ferlið. Góð sameiginleg sýn á þennan þátt
Búið er að ákveða sameiginlegan vinnufund 2. júní á Eyrarbakka kl : 10.00-16.00 þar sem vinna á sérstaka gátlista um grunnþætti heilsustefnunnar, hreyfingu / næringu / listsköpun. Gert er ráð fyrir 40 – 60 manna vinnufundi. Skráning á vinnufundinn verður hjá formanni, Kristínu Eiríksdóttur á netfangið arbaer@arborg.is
Þá er kallað eftir athugasemdum um heilsubókina, ef einhverjar eru, því alltaf þarf að vera á tánum með hana, en sett var þau tímamörk við síðustu endurskoðun að árið 2014 yrði farið yfir bókina aftur – nauðsynlegt að halda faglegri umræðu vel á lofti og standa vörð um grunngildi bókarinnar. Mikilvægt að kennarar sem eru að skrá í bókina hafi tækifæri til að koma með fyrirspurnir eða athugasemdir ef einhverjar eru.
Nokkrir heilsuleikskólar eru þátttakendur sem tilraunaskólar í því verkefni og taka þátt í vinnu að gátlistum, sem gerðir verða fyrir átta grunnþætti í verkefninu. Verkefnið felur í sér gerð handbókar sem síðar verður aðgengileg og leikskólar geta sótt um styrk til að innleiða verkefnið inn í skólastarfið.Sumir eru hugsi yfir þessu m.a. hvernig við ætlum að halda sjó í leikskólasamfélaginu þegar heilsueflandi leikskólar verða til – hver er munurinn á þeim og heilsuleikskólunum, það er heilsubókin en verður kannski lítið meira. Hvernig eflum við umræðuna og upplýsingarnar um heilsuleikskólana í samfélaginu ? Þá situr það enn í þeim sem komu að stofnun Samtaka heilsuleikskóla og leituðu ítrekað með Unni Stefánsdóttur, formanni, að samvinnufleti við Lýðheilsustöð og Landlæknisembættið á fyrstu árum samtakanna, án árangurs. Ólíkar skoðanir voru á fundinum í þessu máli – sumum finnst þetta tækifæri til að efla heilsuvitund í leikskólum en aðrir eru meira hugsi yfir þessum nýja vinkli.
Aðalfundur Samtaka heilsuleikskóla
Mánudaginn 24. mars 2014 verður aðalfundur Samtaka heilsuleikskóla. Fundurinn er haldinn í fundarsal í Fífunni Kópavogi og hefst kl: 10.00 og lýkur kl: 15.00. Fyrir fundinum liggja hefðbundin aðalfundarstörf og kynning á heilsuleikskólanum Laufási á Þingeyri. Eftir hádegi verður vinnufundur um ákveðin áhersluatriði heilsustefnunnar.