Næring

Næring

Hollt fæði er grunnur að almennri heilsu einstaklings s.s. líkamlegri og andlegri vellíðan, þroska, ónæmi og frammistöðu alla ævi. Í æsku er hollt fæði sérstaklega mikilvægt vegna þess að á þessu tímaskeiði fer fram mesti vöxtur og þroski ævinnar. Lögð skal áhersla á að börnin fái hollan og næringarríkan mat úr sem flestum fæðuflokkum og að notað sé sem minnst af harðri fitu, sykri og salti í matargerðinni.

Leggja skal áherslu á að auka grænmetis- og ávaxtaneyslu barnanna og vatn skal vera aðgengilegt fyrir börn og starfsmenn. Við samsetningu matseðla skal tekið mið af markmiðum Lýðheilsustöðvar varðandi næringu barna og fá næringarráðgjafa til að fara yfir matseðla og næringarinnihald.

Markmið:

  • að börn læri að borða hollan,næringarríkan og fjölbreyttan mat
  • að auka grænmetis- og ávaxtaneyslu barna
  • að börn tileinki sér góðar matarvenjur
  • að börn verði meðvituð um hollustu og óhollustu matar

 

 

Birt í Frontpage-top-content.